Uppskriftir

Mæjónesi


MÆJÓNES

  • 1 dl. Gerilsneyddar Eggjarauður
  • 1 tsk. Sinnep
  • 1 msk. Salt
  • 1 msk. Edik
  • 1 Líter Rapsolía

Öll hráefni fyrir utan olíu er komið upp í hrærivvélina og hrært er lengi (10 mín) eða þar til eggjarauðurnar eru orðnar vel hvítar.

Gott er að byrja á litlu magni af olíu og hella hægt í hrærivélina - tryggja þarf að gera það ekki of hratt í byrjun, annars er hætta að olían bindist ekki við eggjarauðumassann.

Ef það skyldi gerast er hægt að byrja frá byrjun aftur og koma olíunni aftur hægt í massann

Grafinn jólalax


Kryddblanda f. GRAFINN LAX

700 gr. lax

  • 2 msk. Þurrkuð sólselja (dill)
  • 4 msk. Sykur
  • 5 msk. Gróft salt
      • 1 tsk. Einiber
      • 1/2 tsk. Rósapiparkorn
      • 1/2 tsk. Fennikelfræ

Fínt er að knúsa einiberin, fennikelfræin og rósapiparinn í morteli áður en að öllu hráefninu er blandað saman. Laxinn er lagður í fat og dekkaður með saltblöndunni, nóg er að leyfa laxinum að liggja í 3 sólarhringa en þó er alltaf gott að leyfa laxinum að taka sig í 4-6 daga. Einnig er hægt að frysta laxinn og taka hann úr frysti degi áður en á að nota hann. (gott fyrir undirbúning af veislum og á hátíðardögum). Ekkert mál er að setja í frystinn allt að mánuði fyrr.


Velkomið er að leika sér með krydd og hráefni.

Kryddblandan geymist lengi og er hentugt að hafa við hendina.

Þumalputtareglan er: 1 hlutur sykur / rúmur 1 hlutur salt


Graflaxsósa - rævesovs

  • 1 dl. Púðursykur
  • 1 dl. Dijon Sinnep
  • 1 msk. Gróft Sinnep
  • 1/2 msk. Þurrkuð Sólselja (dill)

Hráefninu er blandað í stálskál og lagt í heitt vatnsbað til að bræða púðursykurinn. Hægt er að setja 1 msk. eplaedik til að þynna aðeins dressinguna og fá skarpari bragðtón.

Dressingin er mjög endingargóð og ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift.


Síld


KARRÝDRESSING f. SÍLD

  • 1 dl. 18% Sýrður Rjómi
  • 3 dl. Mæjónes
  • 1 msk. Gult Karrý blandað við 1 msk. af lög af sultuðum gúrkum eða asíum.
  • 1 tsk. sykur
  • Dass af salti og smá kvarnaður hvítur pipar.

Gott er að hræra aðeins í sýrða rjómanum og mæjónesinu áður en þeim er blandað saman. Kryddinu blandað saman við og láta standa í sólahring áður en síldinni er komið í dressinguna.


ESTRAGONDRESSING f. SÍLD

  • 2 dl. 18% Sýrður Rjómi
  • 2 dl. 38% Sýrður Rjómi
  • 1 msk. Þurrkað Estragon og 1 msk. ediklögur leyft að taka sig í korter áður en hrært í sýrða rjómann.
  • Kvarnaður hvítur pipar efter "smag & behag"

Gott er að leyfa dressingunni að taka sig í sólahring áður en að síldinni er komið í dressinguna. Einnig að hakka ferskt estragon með þegar borið er á borð.

Ribbensteg


Ribbensteg - Purusteik

Mikilvægt er að kaupa ribbensteg med brjóski. Hún er fitumeiri en flæskestegen en það er fitan og beinið sem að gefur bragð í steikina.

  • 1 1/2-2 kg Ribbensteg
      • Handfylli af salti er stráð og nuddað í skorna puruna.
      • Vatn í bakkann upp að purunni.
      • 225 gr í 40 mín (má fara í kaldan ofn) á blæstri.
      • Taka uppúr bakkanum og setja á bökunarplötu
        • 250 gr í 15 mín - taka strax út eftir korterið og sjá hvort puran stökkni (1-2 mín) ef ekki þá er hægt að setja aftur inn í 6-7 mín og puran ætti þá að vera orðin stökk og krunchí.
  • Soðið er mjög góður kraftur í sósuna og gott er að sigta soðið og fleyta fitunni af - hana er bæði hægt að nota ofan á rúgbrauð eða í grunninn fyrir sósuna í stað smjörs m. hveiti.


Smörrebrauðsmatreiðslunámskeið
Smörrebrauðsmatreiðslunámskeið
Jómfrúin með hnífinn á lofti
Jómfrúin með hnífinn á lofti