6-9 gestir, hægt að bóka fleiri ef að hópurinn þekkist innbyrðis.
Ég heiti Katla Gunnarsdóttir, fædd. 1983 og er smörrebrauðsjómfrú að mennt.
Frá því að ég lauk sveinsprófi, hef ég starfað á Frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í eigu smörrebrauðsjómfrúnnar Helle Vogt, en hún rekur eldhúsið uppá gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum.
Hér er lögð áherslu á heimagerðan mat, gott handverk og árstíðabundið hráefni.