Matreiðslunámskeið á Frokostrestaurant Tivolihallen 

með Smörrebrauðsjómfrúnni Kötlu

Matreiðslunámskeið & Danskur Frokost

960 d.kr

  • Sunnudagsfrokost 12.00-15.00
  • Þrennskonar síld - Öl & Snaps
  • Matarmenning Smörrebrauðsins
  • Sagan af Frokostveitingastaðnum Tívolíhallen
  • Kennsla í "højtbelagt" Lúxus Smörrebrauð
  • Ribbensteg  m. Rauðkáli & Sultaðri Gúrku
  • Öl & Snaps
  • Kaffi & Sætt


6-9 gestir, hægt að bóka fleiri ef að hópurinn þekkist innbyrðis.

Katla Smørrebrødsjomfru

Hvað er smörrebrauð?

Saga smörrebrauðs nær aftur til miðalda þegar rúgbrauð var undirstöðufæða í Danmörku. Á þessum tíma var smörrebrauð að mestu borðað af bændum og verkamönnum sem fljótlegur og þægilegur hádegisverður - snæddur að heiman. Hefð var og er ennþá fyrir því að þetta væru afgangar af kvöldverðinum, kalt kjöt, fisk, sjávarfang, ostur eða grænmeti sem er þá lagt ofan á smjörsmurt súrdeigsrúgbrauðið og borðað kalt.

 

Frá því seint á 19. öldinni þegar lúxus smörrebrauðið varð vinsælt á veitingastöðum urðu Danir þekktir erlendis fyrir þessa týpu af matargerð sinni þ.e. hið hálagta lúxus smörrebrauð þar sem setið var við í löngum frokost – snætt var eftir kúnstarinnar reglum með hníf og gaffli á frokostveitingastað og maturinn líka paraður saman með bjór og snaps - en ekki á þann hátt sem að verkamenn og bændur borðuðu hið almenna smörrebrauð kallaður „håndmad” með einni og flöskuöl í hinni.

 

Í dag er smörrebrauð ástsæll hluti af danskri matargerð og þess er notið bæði á veitingastöðum og heimilum um allt land. Til gamans má segja frá því að snemma á 21. öldinni kom vinsæll kokkur, hann Adam Aamanns fram með nýtt form af hinu klassíska smörrebrauði og nýmóðins smörrebrauð leit dagsins ljós. Hér fóru hlutirnir að þróast og matreiðslumenn ásamt smörrebrauðsjómfrúm hófu tilraunir með uppsetningu á hálögðu smörrebrauði og fleiri mismunandi álegg og hráefni er tengjast danskri matreiðslumenningu og hefðum voru nýtt á nýjan hátt. En hið klassíska smörrebrauð hefur þó haldið velli og enn er vinsælt að koma út að borða á klassískum frokostveitingastöðum ennþá þann dag í dag.  

 

Margir spyrja:


Er ekki auðvelt að búa til smörrebrauð?

Jú og í raun ekki. Sum af hinum klassísku tegundum af smörrebrauði er svo auðveld í uppsetningu að hægt er að búa þau til með öllu því sem þú átt heima í skápunum.

En ein almenn regla er þó að alltaf á að bæta ríkulegu lagi af smjöri áður en byrjað er að setja álegg ofan á.

 

Ég heiti Katla Gunnarsdóttir, fædd. 1983 og er smörrebrauðsjómfrú að mennt. 


Frá því að ég lauk sveinsprófi, hef ég starfað á Frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í eigu smörrebrauðsjómfrúnnar Helle Vogt, en hún rekur eldhúsið uppá gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum.

Hér er lögð áherslu á heimagerðan mat, gott handverk og árstíðabundið hráefni.