Um


Ég heiti Katla Gunnarsdóttir, fædd. 1983 og er smörrebrauðsjómfrú að mennt. 

Frá því að ég lauk sveinsprófi, hef ég starfað á Frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í eigu smörrebrauðsjómfrúnnar Helle Vogt, en hún rekur eldhúsið uppá gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum. Hér er lögð áherslu á heimagerðan mat, gott handverk og árstíðabundið hráefni.


Ég býð upp á matreiðslunámskeið og klassískan danskan frokost svo að þú getir lært hið klassíska smörrebrauð og notið þess besta úr dönskum matarhefðum á meðan þú heimsækir Kaupmannahöfn.

Ég hlakka til að bjóða þig velkominn á Frokostveitingastaðinn Tivolihallen þar sem þú upplifir hefðbundna danska matarmenningu og heyrir söguna á bak við staðinn og hefðirnar.

 

Kærar kveðjur Smörrebrauðsjómfrúin Katla

 
 
 
 

Welcome to call or contact me for arrangements that are for larger or private groups. 

Contact Information