RÁS 2
Í þessum jólaþætti skoða þrjár íslenskar konur, búsettar í Danmörku, hvernig jólahald Íslendinga byggir að miklu leiti á dönskum siðum og uppskriftum. Hlustandanum er boðið í jólahlaðborð á Tivolihallen í Danmörku, þar sem jólamaturinn og margrómað smörrebrauð Danaer rætt. Hér er á boðstólnum rúgbrauð og remúlaði, síld og sagnfræði, og öllu er þessu skolað niður með öl og ákavíti, að sjálfsögðu með tilheyrandi snapsavísum á danska vísu.
Umsjón: Ásta Stefánsdóttir ásamt Kötlu Gunnarsdótturog Sigurbjörgu Elínu Hólmarsdóttur.